Hver leyfir Seðlabankanum að hækka gengið á Íslensku krónunni?
Þá borgum við hægar niður skuldir Íslands, og þá fara meiri verðmæti í að greiða vextina.
Þó að það séu að koma kosningar, og að það sé talið gott fyrir stjórnina að allar útlendar vörur lækki um 15%, er betra að greiða niður skuldir.
Er hugsanlegt að Alþingi eitt og sér geti aldrei stjórnað neinu.
Þetta verðum við að hugsa vel.
000
Læra hjá Frosta Sigurjónssyni.
Ísland og Innviðafjárfestingabanki Asíu
Með fjáraukalögum 2015 fékk fjármálaráðuneytið heimild til að skuldbinda ríkissjóð um 2,3 milljarða (USD 17.6 milljónir) vegna kaupa á hlut í Innviðafjárfestingabanka Asíu (IFBA). Í þingræðu um fjáraukalög mælti ég eindregið gegn þessari ráðstöfun enda er ávinningur af henni mjög óviss en auk fjárframlagsins krefjast samþykktir bankans þess að IFBA og starfsmenn fái sérstök fríðindi og undanþágur frá lögum og eftirliti. Vandséð er að veita megi slíkar undanþágur án sérstakrar heimildar Alþingis og slík heimild hefur ekki enn verið veitt. Þrátt fyrir heimildarleysi er Ísland í hópi 50 ríkja sem undirrituðu samþykktir IFBA í júní 2015. Meira
Egilsstaðir, 11.09.2016 Jónas Gunnlaugsson